Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 7% í Kauphöllinni í morgun í 133 milljón króna viðskiptum.
Gengið stendur í 1,21 krónum þegar þetta er skrifað og hefur lækkað um 15% síðastliðinn mánuð.
Á sama tíma hafa hlutabréf Play á First lækkað um 6% í 13 milljón króna viðskiptum á First North.
Gengi Play hefur lækkað um 13% síðastliðinn mánuð og stendur í 7,6 krónum þegar þetta er skrifað. Gengi flugfélagsins hefur aldrei verið lægra.
Að öllum líkindum má rekja lækkunina til jarðhræringa á Reykjanesskaga en ótta við áhrif þess á flugsamgöngur. Almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma Grindavík um helgina og er eldgos sagt yfirvofandi.
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa lækkað um 2% í morgun í 39 milljón króna veltu en fyrirtækið greindi frá því í morgun að fasteignir og lausafé dótturfélagsins Vísis hf. í Grindavík væri vel tryggt fyrir hamförum.