Flugmenn American Airlines samþykktu með miklum meirihluta, eða 99% atkvæða, tillögu verkalýðsfélags flugmannanna um verkfallsboðun.
96% þátttaka var meðal flugmanna American Airlines í verkalýðsfélaginu sem eru um 15 þúsund talsins.
Flugfélagið vill þó meina að samningaviðræður séu enn í fullum gangi og kveðst bjartsýnt um að samningar náist fljótlega. Talskona félagsins sagði samþykkta verkfallsboðun vera leið flugmannanna til að sýna vilja sinn til að samningar klárist fljótt.