Flyover Iceland tapaði 103 milljónum króna í fyrra en árið áður nam tap 208 milljónum.

Tekjur námu 1,1 milljarði og jukust um nærri fjórðung.

Félagið reiknar með að skila hagnaði árið 2024 og að engin vafi verði á rekstrarhæfi félagsins í fyrirsjáanlegri framtíð.

Hins vegar, ef reksturinn þróist ekki í samræmi við spár stjórnenda eða ef hluthafar geta ekki veitt félaginu fjárhagslegan stuðning, þá verði verulegur vafi um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins.

Lykiltölur / Flyover Iceland

2023 2022
Tekjur 1.079  878
Eignir 1.174  1.490
Eigið fé -177 -74
Afkoma -103 -208
- í milljónum króna

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.