Alls var 25 brottförum aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag vegna vinnustöðvunar flugumferðastjóra sem hófst klukkan fjögur í nótt og lýkur klukkan 10.
Samkvæmt fjölmiðlinumFF7 hefur vinnustöðvun flugumferðastjóra á þessum tíma nær eingöngu áhrif á íslensku flugfélögin, Play og Icelandair.
Bæði flugfélöin hafa nýverið fært afkomuaspá sína niður fyrir árið vegna dræmrar bókunarstöðuna í tengslum við jarðhæringarnar á Reykjanesskaga
Með tæpa eina og hálfa milljón á mánuði
Af 25 flugum sem þurfti að aflýsa í morgun voru einungis tvö á vegum erlendra flugfélaga. Allar flugferðir erlendra flugfélaga í íslenskri flughelgi verða heldur ekki fyrir röskunum vegna vinnustöðvunarinnar.
Næsta vinnustöðvun flugumferðastjóra á fimmtudaginn verður með sambærilegum hætti, aðeins á FAXI aðflugsvæðinu.
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands séu heildarlaun að meðaltali við flugumsjón ríflega ein og hálf milljón króna á mánuði.
Neðri fjórðungsmörk launa flugumferðarstjóra eru um ein milljón króna og efri um 1,7 milljón króna.
Á síðustu árum hefur meðaltal launa hjá flugumferðarstjórum hækkað úr tæplega 940 þúsund í 1,4 milljón á mánuði.