Boeing 757 flugvél frá United Airlines missti lendingarhjól skömmu eftir flugtak í gær frá Los Angeles til Denver. Atvikið er það nýjasta í röð slysa og atvika sem hafa hrjáð bæði flugfélagið og Boeing undanfarin misseri.
United Airlines 1001 lagði af stað frá LAX-flugvellinum klukkan 7:15 í gærmorgun að staðartíma en náði þá að lenda örugglega í Denver skömmu eftir klukkan 10.
Að sögn fjölmiðla í Bandaríkjunum voru 174 farþegar um borð í vélinni en enginn þeirra slasaðist. Svipað atvik átti sér stað í mars á þessu ári þegar flugvél missti hjól í flugtaki sem endaði á bílastæði skammt frá flugvellinum og skemmdi nokkra bíla.
United Airlines er enn undir auknu eftirliti af bandarískum flugmálayfirvöldum en undanfarna mánuði hafa komið upp eldsvoðar, vængjaskemmdir, bilanir í pedölum og endaði ein vél á því að velta út á gras degi eftir fyrra atvikið með dekkið í mars.