Að minnsta kosti fimmtungur af flugferðum á hundrað stærstu flugvöllum heims, sé miðað við fjölda flugferða, seinkaði á tímabilinu 1. júní til 24. júlí samkvæmt gögnum sem greiningaraðili hjá FlightAware tók saman. Wall Street Jounral greinir frá.
Flugvellir víða um heim hafa átt í erfiðleikum eftir að fluggeirinn tók við sér í vor, meðal annars vegna mönnunarvanda. Ástandið hafur haft í för með sér miklar tafir og flugfélög hafa þurft að fella niður þúsundir áætlunarfluga. Þá hafa margir farþegar lent í vandræðum með farangurinn sinn.
Sjá einnig: Draga þurfi flugvelli til ábyrgðar
Á tveimur kanadískum flugvöllum, Toronto Pearson alþjóðaflugvellinum og Montréal-Trudeau flugvellinum, hefur meira en helmingur fluga seinkað um meira en 15 mínútur frá byrjun júní.