Flugfélagið PLAY flutti 99.704 farþega í janúar 2024, sem er 61% aukning miðað við sama tíma í fyrra þegar PLAY flutti 61.798 farþega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en sætanýting í janúar var lækkaði þó úr 77% í 75% milli ára. Stundvísi PLAY var þá 78,1% en flugfélagið segir að þær lægðir sem gengu yfir landið hafi spilað inn í.

PLAY hafði áður tilkynnt að ónákvæmur fréttaflutningur af jarðhræringum á Reykjanesskaga hefði haft neikvæð áhrif til skemmri tíma á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands.

Flugfélagið PLAY flutti 99.704 farþega í janúar 2024, sem er 61% aukning miðað við sama tíma í fyrra þegar PLAY flutti 61.798 farþega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en sætanýting í janúar var lækkaði þó úr 77% í 75% milli ára. Stundvísi PLAY var þá 78,1% en flugfélagið segir að þær lægðir sem gengu yfir landið hafi spilað inn í.

PLAY hafði áður tilkynnt að ónákvæmur fréttaflutningur af jarðhræringum á Reykjanesskaga hefði haft neikvæð áhrif til skemmri tíma á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands.

„Í janúar 2024 hafa þó ný sölumet verið sett sem gefa góðar vísbendingar um að eftirspurnin hafi náð sér aftur. Bókunarstaðan lítur vel út fyrir árið 2024 og hefur tekið framförum samanborið við fyrri ár. Heildarhliðartekjur á farþega halda áfram að aukast og í því samhengi er vert að nefna 21% aukningu í janúar frá fyrra ári,“ segir jafnframt í tilkynningu.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í janúar 2024 voru 27,1% á leið frá Íslandi, 31,1% voru á leið til Íslands og 41,8% voru tengifarþegar.