Tiger á Íslandi hagnaðist um 22,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 24,6 milljónir árið áður.

Félagið rekur verslanir undir merkjum Flying Tiger í Smáralind, Kringlunni, á Laugavegi og á Selfossi og Akureyri. Velta félagsins nam 653 milljónum króna og jókst um 3,4% milli ára.

Tiger á Íslandi hagnaðist um 22,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 24,6 milljónir árið áður.

Félagið rekur verslanir undir merkjum Flying Tiger í Smáralind, Kringlunni, á Laugavegi og á Selfossi og Akureyri. Velta félagsins nam 653 milljónum króna og jókst um 3,4% milli ára.

Rekstrargjöld jukust um 7,3% og námu 392 milljónum en þar af voru laun og tengd gjöld 226 milljónir. Ársverkum fækkaði úr 19 í 17 milli ára.

Eignir Tiger Íslands ehf. námu 288 milljónum króna í árslok 2023 og eigið fé var um 179 milljónir. Íslenska félagið tilheyrir dönsku Flying Tiger samstæðunni sem ber heitið Zebra A/S og er í eigu danska fjárfestingarfélagsins Treville.