Þjóðskrá birti í dag maítölur fyrir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem hækkaði um 3,0% frá fyrri mánuði, vel yfir væntingum greiningaraðila. Að venju birtir stofnunin tölurnar klukkan 15:30 en í dag breytti hún út frá vana og birti tölurnar fyrir hádegi. Aðalhagfræðingur Arion banka veltir fyrir sér hvort Þjóðskrá hafi flýtt birtingunni vegna fundar peningastefnunefndar en tilkynnt verður um vaxtaákvörðun hennar í fyrramálið.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú hækkað um 24% á síðustu tólf mánuðum en vísitalan hefur ekki hækkað meira á ársgrundvelli síðan 2006. Fjölbýli hækkuðu um 3,2% í verði á milli mánaða og sérbýli um 2,2%.

Hækkun vísitölunnar gefur til kynna að húsnæðisliðurinn gæti haft meiri áhrif á verðbólgu, sem mældist 7,6% í síðasta mánuði, en greiningaraðilar höfðu spáð. Hagfræðingar viðskiptabankanna þriggja höfðu spáð því að húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs, þ.e. reiknuð húsaleiga sem nær einnig utan um húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins, muni hækka um 2,1%-2,2% í júní.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði