Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum. Bankinn bíður nú eftir að Samkeppniseftirlitið (SKE) ljúki málsmeðferð sinni.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum. Bankinn bíður nú eftir að Samkeppniseftirlitið (SKE) ljúki málsmeðferð sinni.

Landsbankinn náði í mars síðastliðnum samkomulagi um 28,6 milljarða króna kaup á TM af Kviku banka. Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. var undirritaður 30. maí síðastliðinn.

Kaupin eru háð þeim fyrirvörum að FME og SKE samþykki þau og nú liggur samþykki fjármálaeftirlitsins fyrir.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti í gær að formleg málsmeðferð eftirlitsstofnunarinnar á kaupum Landsbankans á TM hafi hafist á föstudaginn síðasta, 20. september. SKE kallar nú eftir umsögnum vegna viðskiptanna.

Fjármálaeftirlitið komst einnig að þeirri niðurstöðu að Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd ríkissjóðs, væri hæf til að fara með óbeinan, virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.