Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur heimild til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.
Stjórnvaldssektir geta numið frá 100 þúsund krónum til 110 milljóna króna í tilfelli einstaklinga en frá 500 þúsund krónum til 800 milljóna króna í tilfelli lögaðila.
Í svörum FME við fyrirspurn Viðskiptablaðsins hefur innleiðing flokkunarreglugerðarinnar falið í sér auknar kröfur á eftirlitsskylda aðila og aukin verkefni hjá FME.
Hingað til hefur FME þó ekki enn lagt stjórnvaldssekt á eftirlitsskylda aðila vegna brota á lögunum.
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.