Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur heimild til að leggja á stjórn­valds­sektir vegna brota á lögum um upp­lýsinga­gjöf um sjálf­bærni á sviði fjár­mála­þjónustu og flokkunar­kerfi fyrir sjálf­bærar fjár­festingar.

Stjórn­valds­sektir geta numið frá 100 þúsund krónum til 110 milljóna króna í til­felli ein­stak­linga en frá 500 þúsund krónum til 800 milljóna króna í til­felli lög­aðila.

Í svörum FME við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins hefur inn­leiðing flokkunar­reglu­gerðarinnar falið í sér auknar kröfur á eftir­lits­skylda aðila og aukin verk­efni hjá FME.

Hingað til hefur FME þó ekki enn lagt stjórn­valds­sekt á eftir­lits­skylda aðila vegna brota á lögunum.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.