Hluta­bréf á Asíumörkuðum lækkuðu í nótt er fjár­festar byrjuðu að aðlaga sig að þeim veru­leika að vaxtalækkunar­ferlið í Bandaríkjunum væri komið á ís í bili.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá á föstu­daginn voru vinnu­markaðstölur vestan­hafs mun betri en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um.

Um 256.000 ný störf urðu til í desember í Bandaríkjunum en af þeim sökum minnkuðu fjár­festar væntingar sínar um frekari vaxtalækkanir í bili.

Dollara­vísi­talan, sem mælir gengi gjald­miðilsins gagn­vart jeni, pundinu og öðrum gjald­miðlum, náði yfir tveggja ára há­marki á föstu­dag.

Sterkari bandarískur efna­hagur og hægari vaxtalækkunarferli seðla­bankans dregur úr fjár­festingum á öðrum mörkuðum, þar á meðal í Asíu.

„Fólk er gáttað á styrk bandaríska efna­hagsins,“ segir Jason Lui, yfir­maður hluta­bréfa- og af­leiðu­við­skipta í Asíu-Kyrra­hafs­svæðinu hjá BNP Pari­bas, í sam­tali viðFinancial Times.

„Með svo háum vöxtum í Bandaríkjunum verður minni lausa­fjár­staða í Asíu þar sem fjár­magn flæðir til Bandaríkjanna eða dvelur þar.“

S&P/ASX 200 vísi­talan í Ástralíu lækkaði um 1,5 pró­sent um miðjan morgun í dag á meðan Kospi-vísi­talan í Suður-Kóreu lækkaði um 1,2 pró­sent.

Hang Seng-vísi­talan í Hong Kong lækkaði um 1,3 pró­sent, en CSI 300-vísi­talan á megin­landi Kína lækkaði um 0,5 pró­sent.

Jason Lui, yfir­maður hluta­bréfa- og af­leiðu­við­skipta í Asíu-Kyrra­hafs­svæðinu hjá BNP Pari­ba
Jason Lui, yfir­maður hluta­bréfa- og af­leiðu­við­skipta í Asíu-Kyrra­hafs­svæðinu hjá BNP Pari­ba

„Inn­lendi [kín­verski] markaðurinn er enn þraut­seigari en aðrir gagn­vart utan­aðkomandi hávaða,“ segir Lui.

Olíu­verð hækkaði í fjögurra mánaða há­mark eftir að Bandaríkin kynntu um­fangs­miklar nýjar refsiað­gerðir gegn rúss­neskri olíu á föstu­dag.

Verð á Brent hráolíu hækkaði um 1,6 pró­sent í 81 dollara á tunnu, á meðan bandaríska viðmiðið, West Texas Int­ermedi­ate, hækkaði um 1,7 pró­sent í 77,9 dollara á tunnu.