Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, segist sjá töluverða söluaukningu á áfengi í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar miðað við sama tíma í fyrra. Hann segir Íslendinga gera nú meiri kröfur um verðlag og séu þá jafnframt orðnir vanari því að versla á netinu.

Verslunin Sante.is, sem rekin er af franska einkahlutafélaginu Santewines SAS, var opnuð þann 8. maí 2021 og var þá fyrsta frjálsa verslunin með vín og bjór á Íslandi.

Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, segist sjá töluverða söluaukningu á áfengi í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar miðað við sama tíma í fyrra. Hann segir Íslendinga gera nú meiri kröfur um verðlag og séu þá jafnframt orðnir vanari því að versla á netinu.

Verslunin Sante.is, sem rekin er af franska einkahlutafélaginu Santewines SAS, var opnuð þann 8. maí 2021 og var þá fyrsta frjálsa verslunin með vín og bjór á Íslandi.

„Ég hugsa að söluaukningin gæti skýrst að einhverju leyti af háu vaxtastigi og að margir séu farnir að velta meira fyrir sér hver þeir geti verslað sem ódýrast. Ein 70 cl flaska af Aperol kostar til dæmis 3.100 krónur hjá okkur en 4.150 krónur í ríkinu.“

Arnar telur að neytendur séu einnig farnir að leita eftir fleiri valmöguleikum sem eru jafnframt hentugri. Sante sé til að mynda með rúmlega tvö hundruð afhendingarstaði um allt land sem henti bæði íbúum úti á landi og þeim sem eru á ferðalagi.

„Fólk sem er kannski að taka viku í að keyra um landið getur pantað í símanum á leiðinni og fengið svo afhent úti á landi þegar því hentar, jafnvel á sunnudegi. Það eru ákveðin þægindi að þurfa ekki að troðfylla skottið.“

Hann segir einnig að Íslendingar séu orðnir vanari því að versla á netinu og að það sé gjarnan þægilegri verslunarmáti. Verðlagið sé þá einnig aðlaðandi fyrir fólk en Sante býður til dæmis viðskiptavinum fjórðu kippuna af bjór að kostnaðarlausu.

„ÁTVR er aðallega fyrir tvo hópa af fólki, það eru unglingar sem fá ekki afgreiðslu hjá okkur og þá sem eru með of háar tekjur og geta borgað 20% of mikið fyrir vöruna. Fólk er líka að átta sig betur á því að það þarf ekkert lengur á einokunarverslun að halda. Það saknar enginn Mjólkurbúðarinnar og það mun enginn sakna áfengisverslana heldur.“