Nestlé segir að foreldrar sem eignist færri börn eigi það til að kaupa dýrari barnamat. Þetta kemur fram á vef FT en fyrirtækið hefur verið að breyta um stefnu til að koma til móts við lækkandi fæðingartíðni á heimsvísu.

Serena Aboutboul, yfirmaður í næringardeild Nestlé, segir að fólk með færri börn eða aðeins eitt barn hafi tilhneigingu til að eyða meiri pening. Hún segist sjá fækkun barna á hverju heimili og að það sé að leiða margar breytingar.

Svissneska fyrirtækið segir að þessi lækkun á fæðingartíðni, bæði í þróunarríkjum og innan ríkari hagkerfa, hafi ýtt undir eftirspurn eftir hágæða barnavörum eins og Sinergity, NAN og Illuma.

Næringardeild Nestlé er þriðja stærsta deild fyrirtækisins á eftir kaffi og gæludýravörum en innan þess flokks má finna ungbarnaformúlur, barnamat og þurrmjólk eins og Nesquick, Milo og Nido.