Forlagið, stærsta bókaútgáfufélag landsins, hagnaðist um 23 milljónir króna í fyrra miðað við 4,4 milljóna króna tap árið 2018. Velta félagsins nam tæplega 1,1 milljarði króna og breyttist lítið milli ára.

Sjá einnig: Stórhuga útrásaráform Storytel

Eignir námu ríflega 1,5 milljörðum króna og eigið fé um 718 milljónum króna um áramótin. Um 40 stöðugildi eru hjá félaginu. Sænski hljóðbókarisinn Storytel keypti 70% hlut í Forlaginu í sumar.