Kosið verður um embætti formanns og varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Kosningin hefst kl. 12.30.
Tveir eru í kjöri til formanns, þeir Bjarni Benediktsson formaður og fjármálaráðherrra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherrra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður og utanríkisráðherra er ein í framboði til varaformanns.
Búist er við niðurstöðu í formannskosningu milli kl. 13.30-14.30 en landsfundinum lýkur með ræðu nýkjörins formanns kl. 17.