Belfer fjölskyldan í New York, sem efnaðist ríkulega á olíuvinnslu, var meðal fjárfesta í rafmyntafjárfestingafélaginu FTX sem reynst hefur verið eitt stærsta fjársvikamál síðari ára.
Það er helst fréttnæmt fyrir þær sakir að Belfer fjölskyldan virðist einkar fundvís á að leggja fé til fjárfestinga sem reynast byggðar á sandi. Belfer fjölskyldan var einnig meðal þeirra sem töpuðu stórfé á að fjárfesta í sjóðum Bernard Madoff sem og Enron.
Madoff stóð að baki stærstu Ponzi svikamyllu allra tíma þar til upp um hann komast árið 2008. Þá tapaði Belfer fjölskyldan um tveimur milljörðum dollara á falli Enron við upphaf þessarar aldar. Fjölskyldufaðirinn Robert Belfer sat í stjórn Enron um áratuga skeið fram til ársins 2002.
Belfer fjölskyldan hefur verið dugleg að gefa fé til góðgerðarmála og er hluti Metropolitan safnsins í New York í nefndur eftir fjölskyldunni. Í umfjöllun FT kemur fram að eftir fall Enron hafi Forbes metið auð fjölskyldunnar á 110 milljónir dollara en talið sé að fjölskyldan hafi þó síðan gefið meira en þá fjárhæð til góðgerðarmála.