Íhaldsflokkurinn mun bíða afhroð í kosningum þann 4. júlí samkvæmt könnun sem Telegraph birti í gærkvöldi.

Íhaldsflokkurinn undir stjórn Boris Johnson fékk 365 þingmenn í kosningunum 2019 en fengi nú undir stjórn Sunak aðeins 53 þingmenn samkvæmt könnuninni.

Sveiflur í breskum kosningum eru mun meiri en til dæmis hér á landi, þar sem kjördæmin eru mörg og smá og aðeins einn er kjörinn.

Íhaldsflokkurinn mun bíða afhroð í kosningum þann 4. júlí samkvæmt könnun sem Telegraph birti í gærkvöldi.

Íhaldsflokkurinn undir stjórn Boris Johnson fékk 365 þingmenn í kosningunum 2019 en fengi nú undir stjórn Sunak aðeins 53 þingmenn samkvæmt könnuninni.

Sveiflur í breskum kosningum eru mun meiri en til dæmis hér á landi, þar sem kjördæmin eru mörg og smá og aðeins einn er kjörinn.

Rishi Sunak mælist ekki inni á þingi samkvæmt könnuninni og væri í fyrsta sinn í sögu Bretlands sem sitjandi forsætisráðherra félli af þingi.

Verkamannaflokkurinn fengi flest þingsætin eða 516. Þetta væri mun stærri sigur en Tony Blair vann árið 1997 og meirihlutinn tvöfalt stærri.

Frjálslyndi flokkurinn bætir einnig við sig fylgi, fer úr 11 í 50 þingsæti.

Nigel Farrage hélt kosningaræðu í morgun og það var létt yfir honum þrátt fyrir að mælast ekki með eitt einasta þingsæti samkvæmt könnuninni. Flokkur hans Reform mælist þó með 13% fylgi.