Jimmy Carter, 39. forseti Bandaríkjanna, var borinn til grafar fyrir á fimmtudag en Carter lést þann 29. desember 2024, 100 ára að aldri. Carter, sem hét fullu nafni James Earl Carter Jr., verður lagður til hinstu hvíldar í heimabæ sínum Plains í Georgíu-ríki við hlið eiginkonu sinnar til 77 ára, Rosalynn Carter, sem lést í nóvember 2023.

Ríkisútför hans fór fram í dómkirkjunni í Washington á fimmtudag. Fyrrum, núverandi og verðandi Bandaríkjaforsetar voru meðal þeirra sem sóttu jarðaför forvera síns en þetta er í fyrsta sinn sem allir eftirlifandi meðlimir forsetaklúbbsins svokallaða koma saman síðan George H.W. Bush var borinn til grafar árið 2018.

Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, 42., 43. og 44. forsetar Bandaríkjanna, Joe Biden, 46. og sitjandi forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, 45. og verðandi 47. forseti Bandaríkjanna, sátu í fremstu röðum. Þar mátti einnig finna Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í nóvember 2024, og Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem laut einnig í lægra haldi gegn Trump árið 2016.

Myndin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun, 15. janúar 2025.