For­stjórar vestan­hafs eru sam­kvæmt The Wall Street Journal að glíma við mikla ó­vissu vegna yfir­vofandi for­seta­kosninga í nóvember.

Eitt af þeim at­riðum sem ó­vissa ríkir um er hversu hár fyrir­tækja­skattur verður en bæði Kamala Har­ris, for­seta­fram­bjóðandi Demó­krata og Donald Trump for­seta­fram­bjóðandi Repúblikana hafa heitið því að breyta fyrir­tækja­skattinum.

Har­ris hefur lofað að hækka skattinn úr 21% í 28% sem er í sam­ræmi við fyrri lof­orð sitjandi for­seta Banda­ríkjanna, Joe Biden.

For­stjórar vestan­hafs eru sam­kvæmt The Wall Street Journal að glíma við mikla ó­vissu vegna yfir­vofandi for­seta­kosninga í nóvember.

Eitt af þeim at­riðum sem ó­vissa ríkir um er hversu hár fyrir­tækja­skattur verður en bæði Kamala Har­ris, for­seta­fram­bjóðandi Demó­krata og Donald Trump for­seta­fram­bjóðandi Repúblikana hafa heitið því að breyta fyrir­tækja­skattinum.

Har­ris hefur lofað að hækka skattinn úr 21% í 28% sem er í sam­ræmi við fyrri lof­orð sitjandi for­seta Banda­ríkjanna, Joe Biden.

Donald Trump hefur á hinn bóginn lofað að lækka fyrir­tækja­skattinn í 20%, sam­hliða því hefur hann opnað á mögu­leikann á að lækka skattinn í 15%.

Sam­kvæmt WSJ eru for­stjórar og fjár­mála­stjórar í tómu basli með hvaða skatt­prósentu skal nota er fram­tíðar­fjár­festingar eru reiknaðar út en skatta­ráð­gjafar í Banda­ríkjunum hafa verið að mæla með því að fyrir­tæki noti 25% fyrir­tækja­skatt í út­reikningum sínum.

Ef fyrir­tækja­skatturinn verður hækkaður eru allar líkur á að hann muni bíta meira í ár en áður en þegar skatturinn var lækkaður í 21% árið 2017 var undir­staðan breikkuð og nær hann því til fleiri tekna en áður.

Fjár­mála­stjórar eru byrjaðir að reikna út mögu­leg á­hrif hærri skatta á efna­hags­reikning fyrir­tækja sinna sem og á­hrif á fjár­festinga­mögu­leika.

„Ef þú ert með fimm fjár­festingar­val­mögu­leika er á­gætt að vita í dag hvaða á­hrif skattar gætu haft í náinni fram­tíð en það gæti skipt sköpum hvort val­mögu­leiki A eða E verði fyrir valinu,“ segir John Gimigli­ano, yfir­maður skatta­ráð­gjafar hjá KPMG, í sam­tali við WSJ.