David Zaslav, for­stjóri Warner Bros. Discovery og Bob Bakish for­stjóri Paramount funduðu í vikunni til að ræða um mögu­legan sam­runa sjón­varps- og fram­leiðslu­fyrir­tækjanna tveggja.

Sam­kvæmt heimildum The Wall Street Journaleru for­stjórarnir tveir einungis að tala saman á þessu stigi en form­legar sam­runa­við­ræður milli fyrir­tækjanna eru ekki hafnar.

Warner Bros. Sam­stæðan á meðal annars sjón­varps­stöðvar eins og CNN, TNT, HBO og HGTV á­samt því að eiga streymis­veituna Max.

Paramount er með stærstu kvik­mynda­fram­leiðslu­fyrir­tækjum í heiminum en á einnig sjón­varp­stöðvarnar MTV, CBS, Nickelodeon og Co­me­dy Central á­samt streymis­veitunni Paramount+.

Horfir hýru auga á NFL-deildina

Sam­kvæmt heimildum WSJ hefur Zaslav talað mjög opin­skátt um á­huga sinn yfir sam­runanum á skrif­stofum Warner Bros.

Hann er sagður sjá hag í því að gera sjónvarpsefni Paramount að­gengi­legt á streymis­veitunni MAX. Þá er hann sagður einnig á­huga­samur um að fá sýningar­réttinn á NFL-deildinni sem er að hluta til í eigu CBS.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru allar líkur á að sam­runi risanna tveggja myndi mæta miklum kvöðum frá eftir­lits­aðilum í Banda­ríkjunum og er með öllu ó­ljóst hvort draumur for­stjóranna tveggja geti orðið að veru­leika.

Gengi beggja félaga lækkað

Tíma­setning á við­ræðunum er sögð engin til­viljun en National Amusements, móður­fé­lag Paramount, hefur verið að í­huga að selja dóttur­fyrir­tækið en Skydance Media og fjár­festinga­fé­lagið Red­Bird Capi­tal hafa sýnt því á­huga.

Hluta­bréf í Warner Bros lækkuðu um 5,7% í gær á meðan hluta­bréf Paramount lækkuðu um 2%.

Fregnir af mögu­legum sam­runa birtust eftir lokun markaða í gær og héldu bæði fé­lög á­fram að lækka fyrir lokuðum markaði.