Starbucks tilkynnti í dag um að Laxman Narasimhan væri að láta af störfum sem forstjóri félagsins eftir rúmlega eins árs starf. Kaffihúsakeðjan hefur ráðið Brian Niccol, sem hefur gegnt forstjórastöðunni hjá Chipotle frá árinu 2018, sem eftirmann Narasimhan.
Rekstur Starbucks hefur verið krefjandi á síðustu mánuðum og hefur aðsókn í kaffihús félagsins minnkað. Sala félagsins á heimsvísu á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 3% frá sama tímabili árið áður. Starbucks, sem er að fást við aukna samkeppni í Kína, hefur fært niður horfur yfirstandandi fjárhagsárs í tvígang.
Hlutabréfaverð hefur hækkað um meira en 20% það sem af er degi. Útlit er fyrir að þetta verði mesta á gengi hlutabréfa félagsins einum degi í sögu félagsins. Hlutabréfaverð Chipotle hefur aftur á móti lækkað um hátt í 9% í dag.
Frá því að Narasimhan tók við Starbucks í mars 2023 hafði gengi Starbucks lækkað um 22% fram að lokun markaða í gær. Til samanburðar hækkaði S&P 500 hlutabréfavísitalan um 36% yfir sama tímabil.