Yfirmennirnir tveir sem sáu um reksturinn hjá rússneska dótturfyrirtæki Carlsberg, Baltika, hafa verið handteknir í Rússlandi.
Danski fréttamiðillinn Borsen greinir frá þessu en Carlsberg hefur staðfest fregnirnar en segist ekki vita meira en það sem hefur komið fram í rússneskum fjölmiðlum.
„Það er mjög sorglegt að frétta það að tveir starfsmenn Baltika voru handteknir í Rússlandi í gær og að aðrir starfsmenn séu einnig að mæta ásökunum,“ segir í yfirlýsingu frá Carlsberg.
Mennirnir tveir eru þeir Denis Sherstennikov, forstjóri Baltika og fyrrum varaforstjóri, Anton Rogachevsky.
Baltika Breweries hefur verið í söluferli undanfarin misseri, eða alveg frá því að Carlsberg ákvað að yfirgefa starfsemi í landinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrir rúmum mánuði síðan sagði svo forstjóri Carlsberg að rússnesk yfirvöld hafi stolið Baltika af fyrirtækinu.
Rúmlega 8.400 starfsmenn störfuðu í þeim átta verksmiðjum í Rússlandi undir leiðsögn Carlsberg.