Chris Licht, forstjóri CNN, tilkynnti í dag að hann myndi segja af sér en hann hefur gengt stöðunni í eitt ár. CNN hefur ekki enn greint frá því hver mun taka við af honum en nokkrir háttsettir stjórnendur innan fréttastöðvarinnar koma til sinna starfi hans þangað til.

Licht var ráðinn forstjóri fréttastöðvarinnar þegar Warner Bros. Discovery keypti CNN í fyrra. Síðan þá hefur hann oft verið gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar en hann var meðal annars tekinn fyrir í harðlega orðaðri grein í tímaritinu The Atlantic nú fyrir helgi.

Áhorf CNN hefur hríðfallið frá því Licht tók við stöðunni og hefur forstjórinn reynt að finna nýjar leiðir til að endurheimta áhorf, meðal annars með því að sýna bæjarstjórnarfund sem leiddur var af Donald Trump.

Hann hefur einnig reynt að endurskipuleggja ritstjórnarferli fréttastöðvarinnar eftir að rannsóknir sýndu að áhorfendur eru í auknum mæli farnir að slökkva á æsifréttamennsku sem tengist stjórnmálum.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Chris, bæði sem manneskju og sem samstarfsfélaga. Það að leiða CNN var aldrei að fara vera auðvelt verkefni, sérstaklega á tímum mikilla breytinga. Hann hefur sinnt starfi sínu af öllu hjarta,“ segir David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery.