Patrick Delaney, forstjóri Foxtel, hefur beðist afsökunar eftir að mynd birtist sem sýndi hann gefa frá sér nasistakveðju. News Corp á meirihluta í afþreyingarstöðinni Foxtel sem sýnir þætti, kvikmyndir og íþróttir í Ástralíu.
Með athæfinu segir Delaney að hann hafi í raun verið að sýna hvað það væri sem sumir aðdáendur knattspyrnufélags Vestur-Sydney voru að gera þegar myndin var tekin fyrir rúmum áratug síðan.
Patrick Delaney, forstjóri Foxtel, hefur beðist afsökunar eftir að mynd birtist sem sýndi hann gefa frá sér nasistakveðju. News Corp á meirihluta í afþreyingarstöðinni Foxtel sem sýnir þætti, kvikmyndir og íþróttir í Ástralíu.
Með athæfinu segir Delaney að hann hafi í raun verið að sýna hvað það væri sem sumir aðdáendur knattspyrnufélags Vestur-Sydney voru að gera þegar myndin var tekin fyrir rúmum áratug síðan.
„Það var rangt af mér að sýna þessa kveðju og það skiptir engu máli í hvaða samhengi það var,“ sagði forstjórinn í tölvupósti til starfsmanna.
Atvikið átti sér rætur að rekja til heimsóknar hans á leikvang Western Sydney Wanderers á leiktímabilinu 2014-2015 á meðan hann var forstjóri Fox Sports. Þar var hann að líkja eftir kveðjum sem hann sá áhorfendur gefa frá sér.
Myndin sem tekin var af honum var birt í ástralska tímaritinu Crikey og segir hann að hún endurspegli ekki gildi hans, skoðanir, né fjölskyldutengsl.