John Donahoe, forstjóri Nike, mun láta af störfum 13. október nk. og mun Elliott Hill, sem lét af störfum fyrir fjórum árum, snúa aftur til Nike og taka við. Leiðtogaskiptin eiga sér stað á tímum harðrar samkeppni innan íþróttasmásölugeirans.
Eftirspurn eftir Nike-skóm hefur til að mynda dvínað á alþjóðlegum mörkuðum eins og Kína og hefur gengi félagsins einnig lækkað um tæp 14% á einu ári.
John Donahoe, forstjóri Nike, mun láta af störfum 13. október nk. og mun Elliott Hill, sem lét af störfum fyrir fjórum árum, snúa aftur til Nike og taka við. Leiðtogaskiptin eiga sér stað á tímum harðrar samkeppni innan íþróttasmásölugeirans.
Eftirspurn eftir Nike-skóm hefur til að mynda dvínað á alþjóðlegum mörkuðum eins og Kína og hefur gengi félagsins einnig lækkað um tæp 14% á einu ári.
Donahoe bar ábyrgð á því að auka viðveru Nike á netsölumarkaðnum í stað þess að einblína á götuverslanir og verslunarmiðstöðvar. Hann kom í stjórn félagsins árið 2014 og tók svo við forstjórastöðunni árið 2020.
Starfstími hans hefur einkennst af krefjandi verkefnum og breytingum í smásölu, til að mynda í kringum tíma heimsfaraldurs og hækkandi verðbólgu. Nike hefur einnig glímt við aukna samkeppni frá fyrirtækjum eins og On og Hoka.