Búist er við að Alan Shaw, forstjóri Norfolk Southern, muni yfirgefa fyrirtækið í þessari viku í kjölfar rannsóknar á meintu sambandi sem hann mun hafa átt við starfsmann innan fyrirtækisins.

Stjórn Norfolk Southern sagði að háttsemi Shaw hafi brotið í bága við siðareglur fyrirtækisins. Að sögn WSJ hefur Shaw ekki viljað tjá sig um málið.

Búist er við að Alan Shaw, forstjóri Norfolk Southern, muni yfirgefa fyrirtækið í þessari viku í kjölfar rannsóknar á meintu sambandi sem hann mun hafa átt við starfsmann innan fyrirtækisins.

Stjórn Norfolk Southern sagði að háttsemi Shaw hafi brotið í bága við siðareglur fyrirtækisins. Að sögn WSJ hefur Shaw ekki viljað tjá sig um málið.

Shaw hefur unnið hjá Norfolk í þrjá áratugi og hefur átt erfitt tímabil frá því hann tók við sem forstjóri í maí 2022. Þar má nefna lestarslysið í febrúar 2023 þegar lest, sem flutti eitruð efni, fór út af sporinu við East-Palestine í Ohio-ríki.

Nokkrir háttsettir stjórnendur innan fyrirtækisins hafa misst vinnuna á undanförnum árum vegna persónulegra samskipta sem brutu gegn siðareglum fyrirtækisins og hefur jafnframt leitt til milljóna tapa tap í kjölfarið.