Lars Fruerga­ard Jørgen­sen, for­stjóri danska lyfja­fyrir­tækisins Novo Nor­disk, hefur ákveðið að láta af störfum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá félaginu í dag, en Børsen greinir frá.

Ákvörðunin er sögð tekin í kjölfar krefjandi markaðsaðstæðna og lækkunar á hluta­bréfa­verði félagsins frá miðju ári 2024.

Í til­kynningunni segir að Fruerga­ard gegni áfram em­bætti um stundar­sakir til að tryggja hnökra­lausa yfir­færslu til nýs for­stjóra.

Að baki ákvörðuninni liggur meðal annars samráð milli stjórnar Novo Nor­disk og stjórnar Novo Nor­disk-stofnunarinnar, sem er stærsti hlut­hafi félagsins.

Þar segir að unnið hafi verið að mati á því hvort tími væri kominn til að hraða stjórnar­skiptum með hags­muni félagsins og hlut­hafa að leiðar­ljósi.

„Með hlið­sjón af ný­legum áskorunum á markaði, lækkun hluta­bréfa­verðs hefur stjórn félagsins og Lars Fruerga­ard Jørgen­sen komist að sam­eigin­legri niður­stöðu um að hefja for­stjóra­skipti,“ segir í til­kynningunni.

Markaðsviðbrögð við tíðindunum voru blendin. Hluta­bréf Novo Nor­disk hækkuðu um 3% áður en fréttin var opin­beruð, en lækkuðu síðan í um 0,5% eftir til­kynninguna.

Lækkunina má túlka sem viðbragð við óvissu um hver taki við stjórnar­taumunum, en jafn­framt vonir um nýja stefnumörkun til lengri tíma litið.

Jørgen­sen tók við sem for­stjóri Novo Nor­disk árið 2017 og hefur stýrt félaginu á tíma­bili mikils vaxtar.

Undir hans stjórn varð fyrir­tækið leiðandi á heims­vísu í þróun og sölu á lyfjum við sykursýki og of­fitu, meðal annars með lyfjum á borð við Ozempic og Wegovy.

Á síðustu mánuðum hefur félagið þó þurft að bregðast við aukinni sam­keppni, þrýstingi á verðlagningu og óvissu á reglu­setningar­mörkuðum.

Ekki hefur verið til­kynnt hver muni taka við starfi for­stjóra, en að sögn félagsins er leit að eftir­manni þegar hafin.