Stjórn fasteignafélagsins Kalda­lóns á­kvað á fundi sínum í gær að veita for­stjóra og öðrum starfs­mönnum fé­lagsins kaup­rétti að allt að 222.500.000 hlutum í fé­laginu, sem sam­svarar um 2% af hluta­fé Kalda­lóns þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Markaðsvirði hlutanna er um 313 milljónir króna.

Þetta kemur fram í til­kynningu Kalda­lóns til Kaup­hallarinnar en samningar við for­stjóra og aðra lykil­starfs­menn voru undir­ritaðir í morgun.

Kaup­réttar­samningur Jóns Þórs Gunnars­sonar for­stjóra kveður á um kaup­rétti að 99,5 milljónum hluta en nýtingar­verð kaup­réttanna er 1,41 króna fyrir hvern hlut sem sam­svarar meðal­gengi hluta­bréfa í fé­laginu síðustu tíu við­skipta­daga, eins og það er skráð á First North í ís­lenskum krónum fyrir út­hlutunar­dag.

Samkvæmt samningnum skal nýtingar­verð leið­rétt með 3% árs­vöxtum ofan á á­hættu­lausa vexti frá út­hlutunar­degi og fram að fyrsta mögu­lega nýtingar­degi fyrir hvert nýtingar­tíma­bil.

Jóni ber að halda halda eftir hlutum sem nema 50% af fjár­hæð hreins hagnaðar af nýttum kaup­réttum, þegar skattar og allur kostnaður hefur verið dregnir frá, fram að starfs­lokum hjá fé­laginu eða dóttur­fé­lags þess.

Honum er heimilt er að nýta kaup­réttina eftir þrjú ár að einum þriðja, annan þriðjung eftir fjögur ár og síðasta þriðjunginn eftir fimm ár.

Högni Hjálm­týr Kristjáns­son fram­kvæmda­stjóri rekstrar skrifar undir sambærilegan samning en hann fær kaup­rétti að 44 milljónum hluta og er nýtinga­verð kaup­réttanna 1,41 króna, sam­svarar það um 60 milljónum króna.

Sigur­björg Ólafs­dóttir fjár­mála­stjóri fær einnig kaup­rétti að 44 milljónum hluta og er nýtinga­verð kaup­réttanna 1,41 króna líkt og hjá Högna.

Samsvarar þessir þrír samningar 187 milljónum hluta af þeim 222.5 milljón hlutum í félaginu sem veittir voru starfsmönnum.

Í kjöl­far út­hlutunar kaup­réttanna nemur heildar­fjöldi úti­standandandi kaup­rétta sem Kalda­lón hefur veitt starfs­mönnum sínum 222.500.000 eða um 2% hluta­fjár í fé­laginu.

Heildar­kostnaður Kalda­lóns kaup­réttar­samning­amma er á­ætlaður um 20.000.000 kr. á næstu sex árum.