Stjórn fasteignafélagsins Kaldalóns ákvað á fundi sínum í gær að veita forstjóra og öðrum starfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 222.500.000 hlutum í félaginu, sem samsvarar um 2% af hlutafé Kaldalóns þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Markaðsvirði hlutanna er um 313 milljónir króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu Kaldalóns til Kauphallarinnar en samningar við forstjóra og aðra lykilstarfsmenn voru undirritaðir í morgun.
Kaupréttarsamningur Jóns Þórs Gunnarssonar forstjóra kveður á um kauprétti að 99,5 milljónum hluta en nýtingarverð kaupréttanna er 1,41 króna fyrir hvern hlut sem samsvarar meðalgengi hlutabréfa í félaginu síðustu tíu viðskiptadaga, eins og það er skráð á First North í íslenskum krónum fyrir úthlutunardag.
Samkvæmt samningnum skal nýtingarverð leiðrétt með 3% ársvöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
Jóni ber að halda halda eftir hlutum sem nema 50% af fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar og allur kostnaður hefur verið dregnir frá, fram að starfslokum hjá félaginu eða dótturfélags þess.
Honum er heimilt er að nýta kaupréttina eftir þrjú ár að einum þriðja, annan þriðjung eftir fjögur ár og síðasta þriðjunginn eftir fimm ár.
Högni Hjálmtýr Kristjánsson framkvæmdastjóri rekstrar skrifar undir sambærilegan samning en hann fær kauprétti að 44 milljónum hluta og er nýtingaverð kaupréttanna 1,41 króna, samsvarar það um 60 milljónum króna.
Sigurbjörg Ólafsdóttir fjármálastjóri fær einnig kauprétti að 44 milljónum hluta og er nýtingaverð kaupréttanna 1,41 króna líkt og hjá Högna.
Samsvarar þessir þrír samningar 187 milljónum hluta af þeim 222.5 milljón hlutum í félaginu sem veittir voru starfsmönnum.
Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandandi kauprétta sem Kaldalón hefur veitt starfsmönnum sínum 222.500.000 eða um 2% hlutafjár í félaginu.
Heildarkostnaður Kaldalóns kaupréttarsamningamma er áætlaður um 20.000.000 kr. á næstu sex árum.