Carlos Tavares sagði skyndilega af sér sem forstjóri Stellantis eftir stjórnarfund sem endaði með snörpum orðaskiptum á milli stjórnarformanna. Hann hafði unnið sér inn orðspor fyrir að vera miskunnarlaus þegar kom að hagræðingu innan fyrirtækja.
Stellantis er alþjóðlegur bílaframleiðandi sem framleiðir meðal annars bílategundirnar Vauxhall, Jeep, Fiat, Peugeot og Chrysler.
Brotthvarf Tavares kemur einnig tveimur mánuðum eftir að fyrirtækið lækkaði afkomuspá sína. Stellantis tilkynnti einnig í síðustu viku að það myndi loka Vauxhall-verksmiðju sinni í Luton í Bretlandi en þar vinna hátt í 1.100 manns.
Hans Greimel, ritstjóri hjá Automotive News, segir í samtali við BBC að Tavares hafði verið þekktur fyrir að geta snúið við rekstri fyrirtækja sem voru í vandræðum. „Gagnrýnendur sögðu hins vegar að hann væri bara að draga úr kostnaði, tefja vörur og skaða gæði.“