Shou Zi Chew, forstjóri kínverska samfélagsmiðilsins TikTok, hefur samþykkt að koma fyrir þingnefnd í mars.
Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild hafa kallað eftir því að aukið verði eftirlit gagnvart samfélagsmiðlinum sem meira en milljarður manna notar víðs vegar um heiminn.
Stjórnvöld vestanhafs hafa áhyggjur af því að kommúnistastjórnin í Kína fái aðgang að persónuupplýsingum notenda samfélagsmiðilsins, en ByteDance, móðurfélag TikTok, hefur vísað þeim ásökunum á bug.