Markus Dohle hefur sagt af sér sem forstjóri Penguin Random House, stærsta bókaútgefanda heims, eftir að alríkisdómari kom í veg fyrir 2,2 milljarða dala yfirtöku á helsta keppinaut sínum, Simon & Schuster, í lok nóvember.
„Í kjölfar ákvörðun bandarískra samkeppnisyfirvalda að stöðva samruna Penguin Random House og Simon & Schuster hef ég ákveðið – eftir 15 ár sem forstjóri Random House, sem varð síðar Penguin Random House – að leyfa öðrum stjórnendum að leiða næsta kafla alþjóðlegu útgáfustarfseminnar okkar,“ sagði Dohle í bréfi til starfsfólks.
Penguin Random House er í eigu þýska fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann SE. Dohle hefur ákveðið að segja sig einnig úr stjórn þýska móðurfélagsins.
Arftaki Dohle hjá Penguin Random House er hinn 48 ára gamli Nihar Malaviya sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs á Bandríkjamarkaði.