Alexander La­cik, for­stjóri danska skart­griparisans Pandora, hefur á­kveðið að flytja frá Dan­mörku til Sviss.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Pandora en Børsen greinir frá.

Alexander La­cik, for­stjóri danska skart­griparisans Pandora, hefur á­kveðið að flytja frá Dan­mörku til Sviss.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Pandora en Børsen greinir frá.

„Alexander og fjöl­skylda hans hafa á­kveðið að flytja til Sviss næsta sumar en flutningur hans hefur engin á­hrif á stöðu hans sem for­stjóri Pandora. Hann mun enn vinna á skrif­stofum sam­stæðunnar í Kaup­manna­höfn og ferðast á milli Dan­merkur og Sviss eftir þörfum,“ segir í til­kynningunni.

Sam­kvæmt Børsen hefur La­cik notið skatt­af­sláttar í Dan­mörku þar sem hann er Svíi en Danir veita efnuðum út­lendingum á­kveðna skatta­af­slætti um tíma ef þeir á­kveða að starfa og búa í Dan­mörku.

Skatta­af­sláttur La­cik rennur út um mitt næsta ár. Há­tekju­skattur í Dan­mörku er um 55%.

Tekju­skattur í Sviss er 11,5% en út­svars­greiðslur eru mis­munandi eftir kantónum. Heildar­greiðslur há­tekju­fólks fara þó aldrei yfir 40% af tekjum.

Þá er enginn erfða­fjár­skattur í Sviss né eru gjafir til fjöl­skyldu­með­lima skatt­skyldar en Danir taka allt að 52% skatt af skatt­skyldum gjöfum.

La­cik tók við sem for­stjóri Pandora árið 2019 en gengi fé­lagsins hefur hækkað um 270% síðast­liðin fimm ár og farið úr 307,5 dönskum krónum í 1.137,5 danskar krónur.

Annar árs­fjórðungur Pandora var einn sá besti í sögu fé­lagsins en tekjur fé­lagsins jukust um 15% á milli ára og námu tæp­lega 6,8 milljörðum danskra króna eða um 139 milljörðum ís­lenskra króna.

Pandora, sem rekur um 2.695 skart­gripa­verslanir víða um heim, færði af­komu­spána upp um í byrjun ágúst og býst fé­lagið við um 9 til 12% vexti á árinu.

EBIT af­koma sam­stæðunnar á öðrum fjórðungi nam 1,3 milljörðum danskra króna sem samvarar um 26,5 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.