Franska ríkisstjórnin hefur skipað tæknirisanum Apple að hætta að selja iPhone 12 síma sína í landinu en þeir eru sagðir gefa frá sér of mikla rafsegulgeislun. Síminn var gefinn út árið 2020 og er enn seldur um allan heim.

Eftirlitsstofnunin Frakklands hefur sagt við Apple að ef fyrirtækið nær ekki að laga vandamálið með hugbúnaðaruppfærslu þarf að innkalla alla selda síma í landinu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hins vegar reynt að róa taugar heimamanna með því að benda á á heimasíðu sinni að engar vísbendingar séu til um að rafsegulsvið séu skaðleg mönnum í lágum skömmtum.

Apple segir í samtali við fréttastofuna BBC að það hyggst mótmæla ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Fyrirtækið segist hafa veitt henni niðurstöður úr rannsóknarstofum Apple og frá þriðju aðilum sem sýndu að síminn væri í samræmi við allar viðeigandi reglur.

Jean-Noel Barrot, ráðherra stafrænna mála í Frakklandi, segir í samtali við franska dagblaðið La Parisien að ákvörðunin væri vegna geislunarmagns sem var yfir viðmiðunarmörkum. Hann segir að eftirlitsstofnunin hafi fundið að frásogshraði (SAR) í símanum hafi verið yfir leyfilegum mörkum.

„Ég býst við svari frá Apple innan tveggja vikna. Ef þeir svara mér ekki þá er ég tilbúinn að panta innköllun á öllum iPhone 12 símum. Sömu reglur gilda fyrir alla, þar með talið stafrænu risana,“ segir Jean-Noel.