Emmanuel Macron, forseti Frakklands, átti í vikunni fund með Max Koeune, forstjóra McCain Foods.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, átti í vikunni fund með Max Koeune, forstjóra McCain Foods.

Forsetinn skoðaði svo verksmiðju McCain, sem er í útjaðri þorpsins Matougues en það er um 160 kílómetra austur af París. McCain Foods var stofnað í Kanada árið 1957 og er í dag alþjóðlegt stórfyrirtæki, með 20 þúsund starfsmenn og veltu upp á 14 milljarða kanadískra dollara eða 1.400 milljarða króna.

Fyrirtækið framleiðir franskar kartöflur, sem seldar eru í verslunum í 160 löndum. Talið er að ein af hverjum fjórum frönskum kartöflum, sem borðaðar eru í heiminum, séu McCain-kartöflur.