Borgar­stjórnar­flokkur Sjálf­stæðis­flokksins lýsir von­brigðum yfir 25 milljóna króna kostnaði við starfs­lok Dags B. Eggerts­sonar, fyrr­verandi borgar­stjóra og odd­vita Sam­fylkingarinnar í borgar­stjórn.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá flokknum en á þriðju­daginn sam­þykkti meiri­hluti Sam­fylkingarinnar, Fram­sóknar­flokks, Pírata og Við­reisnar við­auka við fjár­hags­á­ætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjár­heimildum skrif­stofu borgar­stjóra og borgar­ritara til að mæta breytingum á launa- og starfs­manna­kostnaði innan skrif­stofunnar.

Borgar­stjórnar­flokkur Sjálf­stæðis­flokksins lýsir von­brigðum yfir 25 milljóna króna kostnaði við starfs­lok Dags B. Eggerts­sonar, fyrr­verandi borgar­stjóra og odd­vita Sam­fylkingarinnar í borgar­stjórn.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá flokknum en á þriðju­daginn sam­þykkti meiri­hluti Sam­fylkingarinnar, Fram­sóknar­flokks, Pírata og Við­reisnar við­auka við fjár­hags­á­ætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjár­heimildum skrif­stofu borgar­stjóra og borgar­ritara til að mæta breytingum á launa- og starfs­manna­kostnaði innan skrif­stofunnar.

„Til­lögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sér­stak­lega til kynningar. Við Sjálf­stæðis­menn greiddum vissu­lega at­kvæði gegn til­lögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfir­byggingunni“, segir Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins.

Það kom hins vegar í ljós í vikunni að fjár­heimildin snéri að starfs­lokum Dags B. Eggerts­sonar, fyrrum borgar­stjóra, og að­stoðar­manns hans.

„Þetta eru frá­leitar upp­hæðir sem standast enga skoðun. Full­trúar meiri­hlutans höfðu áður full­yrt að við starfs­lokin fengi Dagur einungis bið­laun sem nema myndu mis­muni launa hans sem borgar­stjóra annars vegar og formanns borgar­ráðs hins vegar. Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgar­búum ein­hverjar greiðslur um­fram það sem áður var upp­lýst, þá lít ég það mjög al­var­legum augum“, segir Hildur.

Sjálf­stæðis­menn í borginni hafa kallað eftir sundur­liðuðum upp­lýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið.

Hildur segir greiðsluna sér­stak­lega á­mælis­verða þegar víða hefur verið skorið niður í grunn­þjónustu við í­búana. Hún nefnir þar skertan opnunar­tíma sund­lauganna sem spara mun borginni 26 milljónir í ár og niður­skurð í bóka­kaupum á skóla­bóka­söfnum sem spara áttu borginni 9 milljónir.

Hún bendir einnig á opnunar­tíma fé­lags­mið­stöðva fyrir ung­linga sem sparaði borginni 10 milljónir eða niður­skurð til tón­listar­náms í Reykja­vík sem sparaði 30 milljónir.

„Þegar greiðslur vegna starfs­loka Dags eru skoðaðar í sam­hengi við þá þjónustu­skerðingu sem borgar­búar hafa orðið fyrir í nafni niður­skurðar, þá verður manni orða vant,“ segir Hildur.

„Að undan­förnu hefur málast upp mynstur gjafa­gjörninga við lóða­út­hlutanir í borgar­stjóra­tíð Dags. Rekstur borgar­sjóðs er í rjúkandi rúst, grunn­þjónusta víða í molum og í kveðju­gjöf fáum við borgar­búar að greiða 25 milljónir króna vegna starfs­loka Dags. Þetta þarfnast ítar­legra skýringa“, segir Hildur að lokum.