Þrátt fyrir að Hæstiréttur Ís­lands hafi sagt viðmiðunar­reglur ÁTVR vera brot á stjórnar­skrá ákvað Áfengis- og tóbaks­verslun ríkisins að halda áfram eða beita þeim. Í byrjun mánaðar tók ÁTVR tvær vörur inn­flutnings­fyrir­tækisins Dista, sem lagði stofnunina í hæstarétti, úr sölu á grund­velli reglnanna.

Um er að ræða tvær tegundir af spænsku freyði­víni, Jaume Serra Brut, sem felldar voru kjarna­flokki á grund­velli fram­leiðslu­viðmiðs og teknar úr sölu í byrjun.

Dista mót­mælti um­ræddri ákvörðun sem ólög­mætri í bréfi til ÁTVR og benti meðal annars á að ein varan nyti meiri eftir­spurnar neyt­enda heldur en 70 aðrar vöru­tegundir í sama flokki, sem þó væri haldið í kjarna­flokki á kostnað Jaume Serra Rosa­do Brut.

Þá hefði Jaume Serra Brut Nature Tra­ditional Met­hod notið meiri eftir­spurnar neyt­enda en 58 aðrar vöru­tegundir í sama flokki.

ÁTVR tók ákvörðun um að henda vörum Dista úr sölu skömmu fyrir niður­stöðu Hæstaréttar í fyrra. Fyrir­tækið óskaði eftir upp­lýsingum um það hvort fram­kvæma ætti hina ólög­mætu ákvörðun þremur vikum eftir dóm Hæstaréttar en fékk engin svör frá ÁTVR.

Jaume Serra Brut Nature Tra­ditional Met­hod.
Jaume Serra Brut Nature Tra­ditional Met­hod.

Ákvörðunin kom til fram­kvæmda þann 1. febrúar síðastliðinn og ef vefur ÁTVR er skoðaður eru vörurnar ekki lengur til sölu þrátt fyrir eftir­spurn eftir þeim.

Að mati lög­manns Distu var með þessu sýndur ein­beittur ásetningur til að fram­kvæma ólög­mæta ákvörðun sem er til þess fallin að valda um­bjóðanda hans tjóni.

Líkt og Við­skipta­blaðið hefur fjallað um hefur ÁTVR ekkert frum­kvæði sýnt að yfir­bót í kjölfar dóms Hæstaréttar í desember.

Lög­maður Dista, Jónas Fr. Jóns­son, hefur ítrekað bent stofnuninni og fjár­málaráðherra á skyldur stjórn­valda til að virða reglur réttarríkisins og megin­reglur stjórnsýsluréttar um að stjórn­völdum bæri að bæta úr þegar þau hefðu gengið á rétt borgaranna.

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra fer með stjórnunar- og eftir­lits­skyldur gagn­vart ÁTVR.

Hæstiréttur sagði mjög skýrt að ÁTVR hefði brotið gegn lagaáskilnaðar­reglu stjórnar­skrárinnar með því að miða vöruúr­val út frá fram­legð en að mati Distu ehf. ýtti ÁTVR þannig dýrari vörum að neyt­endum og mis­munaði vörum inn­flytj­enda.

Inn­flutnings­fyrir­tækið Dista ehf. stefndi ÁTVR er tveir bjórar félagsins voru felldir úr sölu á grund­velli fram­legðar­viðmiðs þrátt fyrir að fleiri lítrar hafi selst af þeim en af öðrum bjórum í sama vöru­flokki sem þó voru áfram í sölu.

ÁTVR sýndi ekkert frum­kvæði að yfir­bót í kjölfar dómsins og benti lög­maður Dista stofnuninni og fjár­málaráðherra á skyldur stjórn­valda til að virða reglur réttarríkisins og megin­reglur stjórnsýsluréttar um að stjórn­völdum bæri að bæta úr þegar þau hefðu gengið á rétt borgaranna.

Hægt er að lesa meira um málið hér að neðan.