Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuvers við Vaðöldu, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Um er að ræða leyfi vegna vegagerðar innan framkvæmdasvæðis annars vegar og leyfi til uppsetningar vinnubúða hins vegar.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuvers við Vaðöldu, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Um er að ræða leyfi vegna vegagerðar innan framkvæmdasvæðis annars vegar og leyfi til uppsetningar vinnubúða hins vegar.

Sveitarstjórnin tók framkvæmdaleyfisumsókn Landsvirkjunar fyrir á fundinum og fól skipulags- og umferðarnefnd, ásamt umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra, að vinna áfram að afgreiðslu umsóknarinnar.

Landsvirkjun segir að útboðsferli meðal vindmylluframleiðenda sé á lokametrunum og gert er ráð fyrir að í októbermánuði verði ljóst hvaða vindmylluframleiðandi verður fyrir valinu.