Kínverski áfengisframleiðandinn Kweichow Moutai segir að tekjumarkmiðum fyrirtækisins fyrir 2024 verði náð þrátt fyrir neytendastöðu og lækkandi heildsölu á kínverskum markaði.

Moutai er verðmætasta áfengisvörumerki Kína og er í raun kínverska útgáfan af brennivíni. Tekjur þess fyrir 2024 hækkuðu um 15% á síðasta ári og voru rúmlega 24 milljarðar dala. Fyrirtækið mun síðan skila ársuppgjöri sínu í lok mars eða byrjun apríl.

Kweichow Moutai framleiddi hátt í 563 þúsund tonn af Moutai árið 2024 en sérfræðingur hjá Citi telur að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem fyrirtækið hafi dregið úr framleiðslumagni síðan 2014.

Á einu tímabili var Moutai stærsta opinbera fyrirtæki í Kína en hlutabréf þess lækkuðu árið 2024 vegna minnkandi heildsölu. Kínverskir neytendur hafa þá verið tregir til að eyða fjármunum í lúxusvörur og vilja þess í stað huga að sparnaði.