Efna­hagur Bret­lands dróst saman um 0,5% í júlí að hluta til vegna verk­falla og slæms veðurs. Sam­kvæmt bresku Hag­stofunni var sam­dráttur í öllum helstu ið­nöðum landsins í mánuðinum.

Um 1% við­snúning er að ræða milli mánaða þar sem efna­hagur Bret­lands óx um 0,5% í júní­mánuði.

Sam­kvæmt könnun meðal hag­fræðinga sem Reu­ters fram­kvæmdi var búist við 0,2% sam­drætti í júlí.

Íþróttaviðburðir að bjargar Bretum

Þjónustu­geirinn og iðnaður féll um 0,5% á meðan fram­leiðni féll um 0,7%.

Darren Morgan, yfir­maður hag­talna hjá hag­stofunni, segir að verk­föll hjá heil­brigðis­starfs­mönnum og kennurum hafði á­hrif á þjónustu­geirann á meðan veðrið bæri á­byrgð á sam­drætti í iðnaði.

Morgan segir að stórir í­þrótta­við­burðir á­samt aukinni að­sókn í fjöl­skyldu- og skemmti­garða hafi komið í veg fyrir að efna­hags­sam­drátturinn hafi ekki orðið meiri.