Efnahagur Bretlands dróst saman um 0,5% í júlí að hluta til vegna verkfalla og slæms veðurs. Samkvæmt bresku Hagstofunni var samdráttur í öllum helstu iðnöðum landsins í mánuðinum.
Um 1% viðsnúning er að ræða milli mánaða þar sem efnahagur Bretlands óx um 0,5% í júnímánuði.
Samkvæmt könnun meðal hagfræðinga sem Reuters framkvæmdi var búist við 0,2% samdrætti í júlí.
Íþróttaviðburðir að bjargar Bretum
Þjónustugeirinn og iðnaður féll um 0,5% á meðan framleiðni féll um 0,7%.
Darren Morgan, yfirmaður hagtalna hjá hagstofunni, segir að verkföll hjá heilbrigðisstarfsmönnum og kennurum hafði áhrif á þjónustugeirann á meðan veðrið bæri ábyrgð á samdrætti í iðnaði.
Morgan segir að stórir íþróttaviðburðir ásamt aukinni aðsókn í fjölskyldu- og skemmtigarða hafi komið í veg fyrir að efnahagssamdrátturinn hafi ekki orðið meiri.
Our initial estimates show GDP fell 0.5% in July 2023:
— Office for National Statistics (ONS) (@ONS) September 13, 2023
▪️ services fell 0.5%
▪️ production fell 0.7%
▪️ construction fell 0.5%
➡️ https://t.co/qgYfmT6ulm pic.twitter.com/bb1cmreGL1