Rafbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á raftrukknum Cybertruck í lok næsta árs.
Upphaflega stóð til að framleiðslan myndi hefjast tveimur árum fyrr. Forstjóri Tesla, Elon Musk, kynnti raftrukkinn til leiks með pompi og prakt árið 2019.
Rafbílaframleiðandinn vinnur nú að uppsetningu verksmiðju í borginni Austin í Texas þar sem Cybertruck verður framleiddur. Í samtali við greinendur á fjármálamarkaði sagði Musk loks styttast í að framleiðsla trukksins hæfist.