Framleiðsludeild Sýnar hefur verið lögð niður og öllum starfsmönnum deildarinnar sagt upp störfum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Garps Ingasonar Elísabetarsonar sem starfaði í framleiðsludeild fyrirtækisins.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er deildin lögð niður eftir stjórnarfund sem haldinn var í gær og er leitt líkum að því að aðgerðin sé hluti af stærri hagræðingaraðgerð.

Uppfært 15:05:

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn, staðfestir uppsagnir níu starfsmanna. Að hennar sögn munu vinsælir þættir ekki hverfa ekki af dagskrá Stöðvar 2 heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja.

Í færslu Garps segir að það sem hafi hafist fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri hafi endað í dag með hópuppsögn þar sem framleiðsludeildin sem hann starfaði við hafi verið lögð niður.

„Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ skrifar Garpur.

Hér að neðan má lesa færslu Garps: