Í gær fóru fram sveitastjórnakosningar á landinu öllu og lágu niðurstöður fyrir nú í morgunsárið. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn á landsvísu með 110 kjörna fulltrúa. Framsóknarflokkurinn bætti við sig 22 kjörnum fulltrúum á milli kjörtímabila og er með 67 kjörna fulltrúa eftir gærdaginn.
Á höfuðborgarfsvæðinu hélt meirihlutinn velli í öllum bæjarfélögum nema Reykjavík og Mosfellsbæ. Í Reykjavík missti meirihlutinn tvo borgarfulltrúa og í Mosfellsbæ er Framsóknarflokkurinn orðinn stærsti flokkurinn með fjóra kjörna fulltrúa, eftir að hafa ekki náð inn manni í síðustu kosningum.
Á Akureyri fékk Bæjarlistinn 18,7% atkvæða og þrjá kjörna fulltrúa en skammt á eftir þeim komu Sjálfstæðisflokkur með 18% og Framsóknarflokkur með 17% og tvo kjörna fulltrúa hvor.
Til tíðinda dróg á Ísafirði þar sem Ísafjarðarlistinn náði hreinum meirihluta með rúmlega 46% aftkvæða og 5 kjörna fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einungis 24,7% atkvæða og missti einn fulltrúa á milli kjörtímabila.
Í Reykjanesbæ styrkti meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar, stöðu sína og bætti við sig manni. Sjálfstæðisflokkurinn er þó stærsti flokkurinn í bænum með rúm 28% atkvæða og þrjá kjörna fulltrúa. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks féll í Grindavík en Miðflokkurinn fékk 32,4% atkvæða og þrjá kjörna fulltrúa.
Í Múlaþingi fengu Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Austurlistinn allir þrjá kjörna fulltrúa, Vinstri græn fengu tvo fulltrúa og Miðflokkurinn einn. Forvitnilegt verður að sjá hvernig meirihlutaviðræðum vindur áfram í þessu nýja sveitarfélagi.