Ekki hefur verið tekið ákvörðun um það með hvaða hætti umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði verða takmörkuð. Vinnuhópur sem er að störfum er að leggja lokahönd á ábendingar til Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins en eins og blaðið greindi frá nýverið gerir RÚV ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi auglýsingasölu á þessu ári þrátt fyrir ákvæði í þjónustusamningi við ríkið fyrir tímabilið 2024-2027. Samningurinn kveður sérstaklega á um að minnka eigi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði.

Í svari ráðuneytisins segir jafnframt að yfirlýsingin feli í sér að draga eigi úr umsvifum RÚV á samningstímabilinu 2024-2027, þ.e. í síðasta lagi fyrir árslok 2027. Bókunin við þjónustusamninginn vísi til þess að unnið verði að þessu verkefni á gildistíma samningsins.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.