Japanskir bílaframleiðendur hafa verið að endurskoða starfsemi sína í Kína í ljósi harðrar samkeppni frá kínverskum bílaframleiðendum. Vangaveltur eru nú á kreiki um það hvort japanskir bílar verði yfir höfuð seldir í Kína innan nokkurra ára.

Fyrirtæki á borð við Nissan, Honda og Mazda hafa verið að skila tímalínum til kínverskra viðskiptavina um hvenær þeir geti átt von á nýjum rafbílum.

Makoto Uchida, forstjóri Nissan, hefur sagt að fyrirtækið hans megi búast við að selja rúmlega 800 þúsund bíla á þessu ári. Þó svo að Nissan myndi ná því markmiði yrði það 330 þúsund færri en búist var við í byrjun árs. „Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum,“ segir forstjórinn.

Nissan mun leitast við að kynna nýja raf- og tvinnbíla inn á kínverska markaðinn og segir Uchida að samkeppnishæfni á þeim markaði muni ráða um framtíð Nissan í Kína. „Við munum fylgjast mjög vel með hvernig gengur árið 2024.“

Japanskir bílaframleiðendur hafa verið að endurskoða starfsemi sína í Kína í ljósi harðrar samkeppni frá kínverskum bílaframleiðendum. Vangaveltur eru nú á kreiki um það hvort japanskir bílar verði yfir höfuð seldir í Kína innan nokkurra ára.

Fyrirtæki á borð við Nissan, Honda og Mazda hafa verið að skila tímalínum til kínverskra viðskiptavina um hvenær þeir geti átt von á nýjum rafbílum.

Makoto Uchida, forstjóri Nissan, hefur sagt að fyrirtækið hans megi búast við að selja rúmlega 800 þúsund bíla á þessu ári. Þó svo að Nissan myndi ná því markmiði yrði það 330 þúsund færri en búist var við í byrjun árs. „Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum,“ segir forstjórinn.

Nissan mun leitast við að kynna nýja raf- og tvinnbíla inn á kínverska markaðinn og segir Uchida að samkeppnishæfni á þeim markaði muni ráða um framtíð Nissan í Kína. „Við munum fylgjast mjög vel með hvernig gengur árið 2024.“

Masaharu Hirose, fjármálastjóri Honda, tekur í sama streng og segir samkeppnina við kínversku rafbílana gera það mjög erfitt að fylgja markmiði fyrirtækisins eftir um að selja 1,4 milljónir bíla á þessu ári.

Mazda hefur þar að auki aðeins selt helming af þeim bílum sem fyrirtækið seldi á sama tímabili í fyrra. Bílaframleiðandinn segist nú horfa til ársins 2025 en ætlar sér ekki að hörfa frá kínverska markaðnum.

Japanskir og vestrænir bílaframleiðendur hafa í mörg ár vanist því að geta selt bensínbíla sína á yfirverði í Kína. Innleiðing rafbíla hefur hins vegar breytt þeirri stöðu og eru kínverskir rafbílar ekki endilega álitnir síðri.