Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað François Bayrou sem nýjan forsætisráðherra Frakklands, formann miðjuflokksins Lýðræðishreyfingarinnar. Bayrou verður fjórði forsætisráðherra Frakklands í ár.

Bayrou, sem er 73 ára gamall, hefur áður gegnt ráðherraembætti í forsetatíð Macrons en hann var skipaður dómsmálaráðherra árið 2017. Hann lét hins vegar af störfum mánuði síðar vegna rannsóknar á flokknum hans. Hann hefur verið borgarstjóri frönsku borgarinnar Pa frá árinu 2020.

Bayrou tekur við af Michel Barnier sem sagði af sér í byrjun mánaðar eftir franska þingið samþykkti vantrauststillögu gegn honum í kjölfar þess að hann reyndi að komast fram hjá þinginu og knýja í gegn frumvarp um fjármögnun almannatrygginga með ákvæði í stjórnarskránni.