Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína lýstu því yfir í morgun að þau hafi komist að samkomulagi um að fresta fullri tollaálagningu um 90 daga. Ákvörðunin fylgir í kjölfar fundarhalda fulltrúa stórveldanna tveggja í Geneva um helgina.
„Gagntollar“ Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Kína munu lækka úr 125% í 10%. Viðbótar 20% tollur Bandaríkjanna á Kína, sem Trump lagði á vegna þáttar Kína í dreifingu fentanýls, verður þó áfram í gildi. Stjórnvöld í Kína munu lækka tolla á bandarískar vörur úr 125% í 10%.
Bandarísk stjórnvöld sögðu að lægri tollar verði í gildi í 90 daga, á meðan viðræður ríkjanna tveggja halda áfram.
Hlutabréfamarkaðir hafa opnað grænir í morgun í kjölfar fregnanna. Stoxx Europe 600 vísitalan hefur hækkað um 0,9% það sem af er degi. Framvirkir samningar tengdir við Nasdaq-100 vísitalan hafa hækkað um meira en 3%, að því er kemur fram í frétt WSJ. Jafnframt styrktist gengi Bandaríkjadals.