Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó til 2. apríl.

Því verður áfram unnið eftir USMCA (United States-Mexico-Canada Agreement) fríverslunarsamningnum.

Embættismenn innan Hvíta hússins hafa þá gefið í skyn að frestunin gæti varað enn lengur ef Kanada og Mexíkó tekst að draga úr smygli á fentanýli til Bandaríkjanna.

20% tollar á vörur frá Kína eru þó enn í gildi.

Trump tilkynnti um nýja tolla á vörur frá Kanada, Mexíkó og Kína á mánudaginn sl. Tollarnir tóku gildi daginn eftir, 4. mars.

Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í verði víðs vegar um heiminn. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku verulega við sér eftir forsetakosningarnar en hækkanir síðustu fjögurra mánaða hafa nú þurrkast út.