Sælgætisgerðin Freyja er í söluferli samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Móðurfélagið K-102 ehf. er falt en í samstæðunni er bæði sælgætisgerðin auk nokkurra fasteigna. Fyrr á árinu bárust fréttir um að félagið stefndi á flutning til Hveragerðis, en starfsemin hefur verið til húsa á Kársnesi í Kópavogi um árabil. Rekja má sögu sælgætisgerðarinnar Freyju til ársins 1918 en árið 1980 keyptu bræðurnir Ævar og Jón Guðmundssynir fyrirtækið og ráku það saman til árins 2013 en þá keypti Ævar bróður sinn út. Draumur, Djúpur og Rís eru meðal vörumerkja Freyju.

Freyja hagnaðist um 91 milljón króna árið 2021 samanborið við 36 milljónir króna árið áður. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út 50 milljón króna arður. Heildarvelta félagsins nam 1,2 milljörðum á árinum sem er 13% aukning milli ára. Óráðstafað eigið fé í árslok nam 337 milljón króna sem svara til 42% eiginfjárhlutfalls.

K-102 ehf. á bókfærðar eignir fyrir tæplega 1,2 milljarð króna. Heildarvelta þess félags nam 87 milljónum króna á árinu. Viðtali ehf. er svo móðurfélag K-102 ehf. og er í 55% eigu Ævars en dætur hans þrjár eiga 15% hlut hver um sig. Hagnaður þess nam 117 milljónum árið 2021 samanborið við 44,2 milljónir árið 2020.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði