Félagið Frigus II hefur kært til Landsréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrr í mánuðinum þar sem því var synjað að Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, fengi að koma fyrir dóm sem vitni við aðalmeðferð í bótamáli Frigusar II gegn Lindarhvoli ehf. og íslenska ríkinu. Í kærunni er meðal annars vísað til síðubúinna andmæla við því að Sigurður verði vitni í málinu.
Í kærunni er vísað til þess að atvik málsins nái til eftirlitshlutverks Sigurðar með starfsemi Lindarhvols sem og bréfaskipta og annarra samskipta sem rakin eru í greinargerð Sigurðar um starfsemi Lindarhvols. Að auki hafi Sigurður skrifað upp á ársreikninga Lindarhvols árin 2016 og 2017.